Það er einfalt að gerast félagi í Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey. Þú skráir þig bara einfaldlega hér: https://www.sportabler.com/shop/brokey  gengur frá skráingu og greiðslu og um leið og félagsgjaldið er greitt telst þú fullgildur félagi.

Sportabler er nýtt forrit/app sem við tökum núna í notkun til að halda utan um dagskrá og samskipti æfingahópanna. Sportabler, sem er íslenskt vef- og snjallsímaforrti sem einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald íþróttastarfsins. Með Sportabler fá iðkendur t.d. áminningu fyrir hverja æfingu og viðburð á vegum íþróttafélagsins.

Ná í appið – ef þið eruð ekki búin að því (Appstore eða Google play store)

Ef þið lendið í vandræðum má hafa samband við þjónustuver Sportabler í dökku spjallblöðrunni neðst hægra megin á www.sportabler.com

Sjá myndband (Nánari útskýringar) um ferlið hér:

Um Sportabler: Að Sportabler stendur fólk úr íslensku íþróttalífi. Sportabler hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði Íslands, Hugbúnaður er þróaður í samvinnu við Íþróttafélög og þjálfara á Íslandi.