Fjör í Nauthólsvík

/ febrúar 15, 2010

Það blés hressilega köldu á sunnudaginn og upplagt veður til ævintýra á sjó. Tveir þrautseigustu kænusiglarar Brokeyjar, Áki og Úlfur, lögðu í hann með laser og topaz á óldbojshittingnum. Áki fékk tækifæri til að álagsprófa veltibúnaðinn á lasernum og Úlfur árekstrarprófaði tópasinn á steininum við endann á eystri garðinum við ylströndina. Ferðin var svo mikil að hann endasentist í fallegum boga beint út í sjó. Hvorki urðu skemmdir á mönnum né búnaði (umfram það sem þegar var orðið).

Hægt er að skoða fleiri myndir í myndasafni kænudeildar hérna til vinstri.

Share this Post