Fleiri brjálaðir Frakkar

/ janúar 24, 2008

{mosimage}

Eins og fram hefur komið setti brjálaði Frakkinn Francis Joyon nýtt glæsilegt heimsmet í siglingu einsamall umhverfis hnöttinn. Í dag, 24. janúar, meðan Joyon sleikir sárin eftir barsmíðar úthafanna halda aðrir brjálaðir Frakkar í hóp undir stjórn…… Franck Cammas af stað í sömu erindagjörðum, að reyna við nýtt heimsmet á græna þríbolungnum Groupama 3, fjölmannaðir og hampa þar með hinum svokallaða Jules Verne Trophy. Núverandi handhafi heimsmetsins er áhöfnin á Orange II undir stjórn Bruno Peyron á tímanum 50 dagar 16 klst 20 mínútur og 4 sekúndur. Franck og félagar stefna á að sigla hringinn á innan við 50 dögum.

Hvort Groupama genginu takist að snýta Orange genginu jafn rækilega og Joyon snýtti Ellen verður spennandi að sjá. Það er alla vega hvínandi sigling á þeim núna, um 30 hnútar og komnir yfir Biscaya-flóann á 13 klst… eins og að drekka Dihydrogen Monoxide!

Heimasíða Groupama gengisins
Kort af ferðum þeirra

Share this Post