Flestir bátar komnir í var

/ júlí 13, 2006

Allar skútur, nema Kayam og Armor Crustaces, í Skippers D’ Islande keppninni eru flúnar í var í höfnum í Keflavík og Grindavík.

Veðrið er auðvitað ömurlegt, 15ms beint í nefið og verður væntanlega þannig amk. á morgun. Suðurnesjabúar hafa því tækifæri til að líta gripina augum í kvöld og jafnvel á morgun. Ætli einhver fari til Vestmannaeyja, hver veit?

Það er ekki alveg á hreinu hver er hvar en Servane Escoffier er amk. í Grindavík, og bátarnir dreifðir í suðurnesjahafnirnar. Tveir eru í Reykjavík vegna bilana. Fjörtíufetari nr.11 er með bilaða sjálfstýringu og tók niðri við Akurey og tvíbytnan er eins og fréttin segir hér að neðan.

{mosimage}

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>