Frá Landhelgisgæslunni: Austurhöfn lokuð vegna flugeldasýningar á Menningarnótt

/ ágúst 18, 2015

Eftirfarandi er frá Landhelgisgæslunni vegna menningarnætur 2015

menningarnott2015

Laugardaginn 22.08.2015 mun svæðið fyrir innan rauðulínurnar í kringum Faxagarðinn (sjá meðfylgjandi kort) verða lokað fyrir allri báta og skipaumferð á meðan að flugeldasýningu stendur.
Lokunin tekur gildir frá kl 22:50 til 23:20 eða 5 mín eftir að sýningunni er lokið.

Það verður eftirlitsbátur frá Landhelgisgæslunni á svæðinu með hlustvörslu á rás 16 og 12 ásamt bátum frá Landsbjörgu.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar mun einnig senda út tilkynningu til sjófarenda með reglulegu millibili í gegnum VHF.
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við undirritaðan.

Kveðja, Marvin
Netfang: Marvin.Ingolfsson@lhg.is

Share this Post