Frá Rotterdam

/ júní 15, 2006

{mosimage}VOR bátarnir eru lagðir af stað frá Rotterdam á leið til Gautaborgar. Hópurinn er þéttur þar sem enginn er að stinga af. Ericsson fór pínulítið aðra leið og tapaði amk. ekki á því. Aðrir eru meira og minna í eltingaleik. Brasil 1 þarf til dæmis að stinga Pirates af til að ná í gott sæti. Pirates þurfa hins vegar aðeins að passa að hleypa þeim ekki langt í burtu. Svona er staðan meira og minna milli báta sumir þurfa bara að passa sitt, aðrir þurfa að vinna þennan legg. Eini báturinn sem siglir sinn sjó er AA1 sem var búinn að vinna fyrsta sætið þegar þeir komu í mark í Portsmouth.

Share this Post