Fréttaritari stöðugt á staðnum

/ janúar 10, 2008

{mosimage}Eins og lesendur síðunnar eiga að venjast, erum við fyrstir með fréttirnar, stöðugt með puttann á púlsinum, þú lest um það fyrst á brokey.is, Brokey – kemur þér við… og svona mætti lengi telja.

Það er hvergi slakað á og nú er Baldvin Björgvinsson, hinn margreyndi sjóhundur staddur á London Boat Show og mun bera okkur tíðindi þaðan um leið og þau gerast; hvað er heitast, nýjast og skrýtnast, stærst og best og hvers getur maður ómögulega verið án (þó maður hafi kannski ekki saknað þess hingað til).

Nú er bara að vona að fréttirnar berist. Af tillitssemi við fréttaritara var hætt við að setja upp vefmyndavél við barinn.

Share this Post