Fréttir af „léttadrengjum“

/ júní 5, 2008

Það er víðar en á Íslandi sem menn keppast við að fá „léttadrengi“ um borð. Þetta eru náttúrulega öfugmæli, ekki vegna þess að þeir séu svo þungir, heldur vegna þess að þeir eru hoknir af reynslu eins og Baldvin okkar og eru í þeim skilningi feitir bitar.

Nú þegar styttist í Volvo Ocean Race (4. október) er verið að hlaða fallbyssurnar með eðalsiglurum…


Í spánska liðið, Telefónica, eru komnir tveir gulldrengir af Ólympíuleikum, þeir Xabi Fernández og Jordi Calafat (eins gott að þetta er ritað en ekki lesið). Fernández hefur tvisvar orðið heimsmeistari á 49er og sigldi með Movistar í VOR 2005-6.
>>> Nánar á VOR-síðunni.

Við norðurlandabúar eigum líka okkar fulltrúa í keppninni, tvö lið frá Ericsson. Þar kemur við sögu nafn sem við getum sætt okkur vel við, Magnus nokkur Olsson.
Hann er eini í sinni áhöfninni sem hefur áður tekið þátt í þessari keppni, þetta er hans sjötta keppni!!! Hann bætir þar upp reynsluleysi áhafnar sinnar. Aðspurður hvað dragi hann út í sjötta sinn segist hann elska að sigla og hvað sé þá betra en að sigla allan sólarhringinn dag eftir dag, viku eftir viku.

>>> Nánar á VOR-síðunni.
>>> Nánar á VOR-síðunni (Video).

Share this Post