Fundargerð aðalfundar

/ nóvember 3, 2007

Aðalfundur
Brokey Siglingafélag Reykjavíkur
2. Nóvember 2007 kl. 19:00


1. Fundarstjóri kosinn Jón Rafn Sigurðsson. Fundarritari Baldvin Björgvinsson. Auk þess eru 13 félags og stjórnarmenn mættir.

2. Skýrsla formanns. Formaður fór yfir starf ársins vítt og breitt. Lokabrok sem var fyrsta verk nýrrar stjórnar. Fjármálin sem þurfti að setja smá skurk í. Fundir með ÍTR. Fundir með Totus sem svo sem lítið hefur komið út úr þetta starfstímabil en taka þarf á því að vinna aðeins í lóðar og húsnæðismálum. Vatnið komst ekki á en rafmagn er komið í Gufunesi. Vatnsmálin voru leyst með tankbíl eins og vanalega. Spurning um varanleika uppsátursins þar. Kænudeild fékk vítamínsprautu aðallega í formi fjármagns frá ÍTR að upphæð 700þúsund. Keyptir voru 6 optimistar, einn Tópas og annar að láni frá SÍL. Björgunarvesti voru einnig keypt. Einnig var keyptur Zodiac gæslubátur nú fyrir nokkrum dögum. Starfsleyfi fékkst með lánuðum gæslubát frá Ými. Viðgerðir á Sigurvon og 30 hestafla utanborðsvél fannst sem félagið á. Keppnisflögg og baujur voru keypt í sumar enda stóð félagið fyrir mörgum keppnum. Tölvumálin voru aðeins tekin fyrir og vefmyndavél sett upp sem vísar á flotbryggjuna. Mikill tími fór í styrktarsamninga en þeir skiluðu sér á endanum með rúmlega milljón krónum frá SPRON og verið er að vinna í samningi við Byr. Rætt var um að kaupa keppnisstjórabát og ýmsan búnað en úr varð að kaupa flögg og baujur en leigja bát. Kranadagurinn, Menningarnóttin og aðrar samkomur þóttu takast vel. Boðið var upp á opið hús í vetur með hálffs mánaðar millibili, þótt ekki hafi margir mætt þá þóttu þeim sem mættu þetta ágætar stundir. Formaður þakkar stjórnarmönnum og félagsmönnum gott samstarf á starfsárinu. Sérstaklega eru nefndir Magnús Arason, Jón Búi og Orri sem hafa skilað góðu starfi. Formaður segir stjórnarstarfið hafa verið skemmtilegt og gott. Sérstaklega hefur Snorri Tómasson gjaldkeri félagsins skilað miklu og góðu starfi. Heimasíða félagsins hefur verið mikið skoðuð og er andlit félagsins útávið og til mikils sóma. Úlfur spyr hvort félögin hafi rætt samstarf um keppnisstjórnarbát á höfuðborgarsvæðinu. Kristján segir það ekki hafa verið. Hróbjartur kynnir um hvað er að ræða í framtíðarskipulags og húsnæðismálum við Reykjavíkurhöfn. Hann leggur áherslu á að félagið hafi skýra mynd til að sýna af framtíðarhugmyndum félagsins. Hróbjartur sýndi fundarmönnum litmyndir af mögulegri framtíðarsýn sem hann vill leggja til málanna sem hugmynd okkar.

3. Gjaldkeri leggur fram skoðaða reikninga sem stjórn samþykkti í gærkvöldi. Þorvaldur F. Jónsson skoðunarmaður reikninga hefur lagt blessun sína yfir reikningana, hinn skoðunarmaðurinn er sennilega erlendis. Reikninga má sjá í gögnum félagsins. Gjaldkerinn fór yfir reikningana og skýrði fyrir fundarmönnum.

4. Kosning stjórnar: Kristján er kosinn einróma. Svo og tillaga stjórnar að aðalmenn séu: Snorri, Arnar, Baldvin og Sigurjón. Varamenn: Magnús Waage og Ólafur Már.

5. Ákvörðun árgjalds. Tillaga stjórnar um 7.500kr var samþykkt samljóða.

6. Formaður SÍL þakkar Brokeyingum sérstaklega frammistöðu í kænumálum sem hafa verið döpur undanfarna áratugi hjá félaginu en hafa tekið miklum framförum á liðnu sumri. Kristján útkýrir aðeins hversu hægt og erfiðlega kænustarfið fór af stað en bindur miklar vonir við komandi sumar. Jón Búi bendir á að Brokey stendur fyrir næstum öllu kjölbátakeppnisstarfi á landinu og að það tekur mikinn tíma og orku félagsmanna. Úlfur bendir á að kjölbátarnir eru allir í Reykjavíkurhöfn og því eðlilegt að kjölbátastarfið sé þar. Mikið starf er víða um land þar sem siglingaklúbbar eru virkir, svo sem á Ísafirði, í Stykkishólmi og víðar. Einnig er starfið öflugt á Akureyri.

7. Fundi slitið kl 20:33.

Fundargerð ritaði Baldvin Björgvinsson

Share this Post