Fundur í félagsheimili Brokeyjar miðvikudaginn 18.maí kl 20:00

/ maí 18, 2011

Brygguaðstaða og kranadagur

Brokey hefur til ráðstöfunar um það bil 138 metrum af bryggjum.Um er að ræða gömlu trébryggjuna í Austurbugt ca. 34 metrar og flotbryggjuna okkar ca 104 metrar ,sem verður sett við Faxagarð, þannig að ekki nýtist nema helmingurinn og engir útleggjarar.Það er því ljóst að einhverjir verða að liggja utaná öðrum bátum þar til bryggjan okkar verður flutt á sinn stað í Austurbugt.Flytja á flotbryggjuna yfir á Faxagarð á fimmtudag og ljúka frágangi á henni þar á föstudag.Kranadagur í Gufunesi verður á laugardag ef bryggjan verður tilbúin.Til greina kemur að hafa annan kranadag í byrjun júní,ef einhverjir geta hugsað sér að bíða aðeins með sjósetningu .

Mikilvægt er að allir mæti á fundinn svo hægt verði að skipuleggja bryggjuplássin.

Kristján S.Sigurgeirsson, formaður

Share this Post