FYRIRLESTUR HJÁ KJÖLBÁTASAMBANDINU

/ október 27, 2015

Annar fyrirlestur Kjölbátasambands Íslands í vetur verður 2. nóvember 2015.
Þá verður Bob Shepton með fyrirlestur hér á Íslandi. Bob er eini skútu kallinn sem hefur siglt norðvestur leiðina norðan Kanada fram og til baka á skútu sinni Dodos delight. Hann er sá siglingamaður sem hefur siglt oftast til Grænlands og hann er sá sem hefur farið lengst í norður á skútu og núna síðast 2014 þá 78 ára gamal og er enn að.
Bob Shepton ætlar að halda fyrirlestur um siglingar, fjallgöngur og klettaklifur, en hann hefur blandað þessu saman í sínum ferðalögum.
http://www.bobshepton.co.uk
https://vimeo.com/125476007
Allir velkomnir, aðgangseyrir er 1.500 krónur. Innifalið er kaffi en aðrar veitingar er hægt að kaupa á staðnum.
Staðsetning: Hótel Plaza, Aðalstræti 4. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20, húsið opnar kl: 19:45.
Share this Post