Fyrsta þriðjudagskeppni sumarsins

/ júní 1, 2011

Austan kaldinn blautur blés í fyrstu þriðjudagskeppni sumarsins í gær. Þrír bátar (Dögun, Sigurvon og Stjarnan) þreyttu keppni sem Xena stýrði. Þetta var létt slaufa: startað við Ingólfsgarð, Engeyjarrifsbauja á bak, Akureyjarbauja á bak, Sólfarsbauja á stjór, síðan Engeyjarrif á bak og inn í mark með baujuna á bak. Góður vindur að austan allan tímann svo sigldur tími var lítið yfir klukkustund.

Eftir keppni voru úrslitin kynnt í nýja klúbbhúsinu. Þar fást að vísu ekki grillaðar pylsur, bara nordic tapas og latte, sem verður hér eftir nýi stíllinn hjá Brokey.

Smellið á „Nánar“ til að skoða úrslitin.

Fleiri myndir er að finna í Myndasafninu hérna vinstra megin.

Bátur
Sigldur
Forgjöf
Leiðréttur
Sæti
Mismunur
Dögun 01:06:45 0,843 00:56:16 1  
Sigurvon 00:59:56 0,950 00:56:56 2 00:00:40
Stjarnan 01:06:41 0,868 00:57:53 3 00:00:57

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>