Fyrsti þriðjudagurinn í siglingaárinu

/ maí 19, 2009

Það var frábært veður þennan fyrsta þriðjudag, sól, hlýtt og frískur vindur. Alls mættu sjö bátar til keppni og það var falleg sjón að sjá alla þessa báta sigla utan við Sólfarið enda dreif að fólk. Keppendur eru nú á hundruðum ljósmynda sem teknar voru við startlínuna. Eitthvað voru menn ryðgaðir og mörg mistökin sem sáust langt að. Sigldir voru tveir hringir um baujurnar á Sundunum sem gaf tækifæri til að stytta braut ef brysti á með logni. Til þess kom ekki en millitímar voru teknir. Eina breytingin var að efstu tveir bátar skiptu um sæti frá millitíma til endamarks. Því miður náðum við engum myndum en lofum að reyna að bæta úr því í næstu keppnum.

 

 Sæti   Bátur   Sigldur    Forgjöf    Leiðréttur 
   1   Xena 1:01:36   1.053  1:04:52
   2  Lilja 1:06:20  0.982  1:05:08
   3  Dögun 1:21:57  0.840   1:08:50
   4  Ögrun 1:09:38   1.008  1:10:11
   5  Dís 1:10:52   1.023  1:12:30
   6  Sigurvon  1:19:26   0.950  1:15:28
   7  Ásdís 1:52:53   0.840  1:34:49

 

 

 

 

 

 

p.s. þeir sem eru komnir með aðra forgjöf en hér birtist eru beðnir um að bæta henni við hér svo hægt sé að setja hana inn fyrir næstu keppni.

Share this Post