Geta menn skíðað í Flóanum?

/ júlí 10, 2008

{mosimage}

Þegar Qingdao í Kína var kynnt fyrir nokkrum árum sem siglingasvæði næstu Ólympíuleika varð einum Ólympíusiglara að orði: Ólympíuleikar í engum vindi? Það verður eins og að skíða á grasi.

Nú þegar Qingdao-flói lítur út eins og nýslegið tún í Flóanum virðist hann hafa komist vel að orði eða hefur hann kannski vitað lengra nefi sínu…

En án gamans, þá gengur hreinsunarstarf vel í Kína. Alla vega er þetta græna að hverfa. En loftið er sjálfsagt mengað sem áður. Þó eru Kínverjar að reyna sömu leið og Grikkirnir, þ.e. að heimila aðeins bílum með númer sem endar á sléttri tölu að keyra einn daginn. Oddatölubílar mega ekki hreyfa sig þann daginn. Næsta dag snýst þetta við. Þetta hafði þau áhrif í Grikklandi að menn fengu sér tvo bíla, annan með oddatölu og hinn með slétta tölu.

Share this Post