Getspakir

/ ágúst 15, 2006

{mosimage}Lesendur voru í meginatriðum getspakir þegar spurt var hverjir yrðu Íslandsmeistarar. Þó er eitt atriði sem sker sig verulega úr og það er staða Aquarius. Þeim var nú ekki spáð sérlega góðu gengi og hafa því komið flestum á óvart með því að ná þriðja sæti…


Trúlega ræður þar mestu að ekki kvisaðist út um leynivopnið sem Aquariusar drógu fram úr erminni og trompuðu Íslandsmótið. Leynivopnið var sjálfur ólympíusiglarinn Hafsteinn Ægir Wonderboy Geirsson. Sá kappi gerði fleira en að hjálpa Aquariusum að hala inn bronsi, hann gerði sér lítið fyrir og hjólaði 90 km eftir gulli í reiðhjólakeppni í Hvalfirðinum sömu helgi.


Það er sem sagt kominn tími á nýja könnunn. Ritstjórn er svo andlaus að nú er spurt hverjir hampi Íslandsbikarnum. Það er nú eiginlega meiri titill en Íslandsmeistaratitillinn, því handhafar Íslandsbikarsins þurfa að hafa staðið sig vel í allt sumar, ekki bara eina helgi. Það er nú bara boðið uppá tvo möguleika þar sem nánast útilokað er að annar blandi sér í þá baráttu, jafnvel þó þessir tveir keppi ekki í Lokamótinu.


{mosimage}


{moscomment}

Share this Post