Glatað (e. All is Lost)

/ október 27, 2013

Það er náttúrulega ekkert glatað að það sé að koma bíómynd um siglingar, það er bara frábært og það gerist ekki á hverjum degi … sem er glatað. Myndin heitir All is Lost og skartar gamla sjarmatröllinu Robert Redford … sem er frábært. Það eitt dugar til að draga konuna í bíó sem er frábært. Hins vegar veit ég ekki hvort hægt verði að draga konuna út á sjó eftir þessa bíóferð … sem væri glatað … því þetta er nefnilega „smáslysamynd“, aumingja Robbi klessir á gám … sem er glatað … og báturinn sekkur … smá ves. Meira vitum við ekki … ennþá … sem er glatað … en hér má sjá myndbrot … sem er frábært. Myndin hefur fengið frábæra dóma … sem er ekki glatað.

all-is-lost-poster

Share this Post