Góðir gestir heimsóttu Brokey

/ nóvember 13, 2014

Iceland Oct 16 to 20 2014 051

Nokkrir meðlimir Royal Nova Scotia Yacht Squadron frá Kanada komu í Lokabrok félagsins 18. október sl. en um 18 félagar klúbbsins komu til Íslands til að skoða og kynna sér land og þjóð. Hluti hópsins kom í heimsókn til okkar en stór hluti var á ferðalagi um suðurlandið þegar Lokabrokið var haldið og komst því ekki. Mjög mikil ánægja var með heimsókn hópsins til landsins, en þetta var fyrsta ferð næstum allra í hópnum til landsins. Greg Cameron var í forsvari fyrir hópinn en hann átti hugmyndina að ferðinni og kunnum við honum bestu þakkir fyrir heimsókn til okkar. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar þeir gáfu okkur klúbbfánann sinn.

Share this Post