Grænir Ólympíuleikar

/ júní 29, 2008

Kannski ekki grænir í umhverfisvænum skilningi. Þessar myndir sem hér eru birtar eru ekki fótósjoppaðar!!!

Svona voru aðstæður þegar ástralska liðið var við æfingar fyrir komandi Ólympíuleika.

Mönnum hefur verið tíðrætt um gríðarlega loftmengun. Kínverjar reyna að draga fjöður yfir það með því að færa mælistöðvarnar á „hreinni“ staði til að fegra niðurstöður. Um pólitíkina þarf vart að ræða.

Nú stefnir í að siglingasvæðið verði með þeim allra verstu. Þarna eru lítill vindur og sterkir straumar. Oft verður þokan svo þykk að nauðsynlegt er að nota GPS til að sigla aftur til hafnar. Og nú bætist þessi fljótandi frumskógur við. Gárungarnir benda siglingafólki á að taka með sér sláttuvélar því þörungamagnið sé slíkt að líkt sé að menn sigli úti á túni … sem er kannski ekki ekki fráleit hugmynd og væri skemmtileg sjón.

Sem betur fer ar búið er að fá 240 fiskibáta til að hreinsa svæðið.

 

Share this Post