Groundhog Day II

/ apríl 2, 2007

{mosimage} Umræðan um félags og keppnismál hefur verið frjó og skemmtileg. Þar sem forritið er eitthvað ruglað og raðar kommentunum ekki í rétta röð er sennilega rétt að byrja aðra umræðu hér. Það er auðveldara að leita í ekki of löngum lista. Látum Valberg byrja með góðu innleggi úr fyrstu umræðu.


Það er annað í þessu sem mig langar að benda á og það er „proceedings“ eða hvernig ákvarðanir eru teknar. Hlutirnir breyast hægt í siglingaheiminum. Þau SÍL þing sem ég hef ferið á hafa verið svo ofboðslega formföst að breytingar sem allir voru sammála um að þyrftu að fara í gegn gerðu það ekki vegna þess að tillögur voru ekki bornar upp á réttum tíma, eða sama tillagan hafði tvær útgáfur sem báðum var hafnað og tillagan sem allir voru sammála um fékk ekki að fara fyrir atkvæði. Þetta tel ég að haldi mjög aftur af framförum. Ákvarðanir sem eiga við allt sportið þarf að vera hægt að taka hvenær sem er, ekki einusinni á ári í febrúar þegar enginn er að hugsa um siglingar. Þær á að taka á þessum tíma, núna þegar allir eru að komast í gírinn.  

 
Ég er líka á því að eini stóri kjölbátaklúbburinn, Brokey, þurfi að leggja meiri áherslu á félagshliðina. Það eru margir sem hafa hætt í klúbbnum af því að félagsgjöldin sem þeir eru að borga eru bara útgjöld með engu sem þeir fá í staðinn. Brokey er eiginlega bara klúbbur fyrir báteigendur, ekki siglara. Hvort það sé „markaður“ fyrir klúbb fyrir siglara veit ég ekki en ég veit að það se hægt að gera ýmislegt til að breikka hópinn sem laðast að sportinu ef starfsemi klúbbsins væri ekki svona lokuð og bundin við rekstur báta.  

 
Áhugi fjölmiðla á siglingum er utan okkar áhrifasvæðis, hættum að pæla í þeim. Leggjum áherslu á að klúbbmeðlimir hafi gaman af því að vera saman, þannig er hægt að skapa grunn að stærri siglingahreyfingu. 

 
Sísonið er stutt, sættum okkur við það og lærum á „rytman“ í hreyfingunni. Tímasetjum atburði rétt og notum off-seasonið með óhefðbundnum hætti! (Kjölbátasambandið er að standa sig mjög vel) 

 
Áhuginn á þessari umræðu sýnir að það eru margir sem finna fyrir þeim vanda sem siglingarnar standa frammi fyrir á íslandi. Ég legg til að einhver taki sig til og reyni að mynda breiðfylkingu um að leita leiða til að tromma upp stemminguna, ná inn gömlu fólki sem hefur fundið sig utanveltu vegna bátleysis eða lítils áhuga á keppnum og byggja á reynslu hópsins til að breikka þann hóp sem tengist siglingunum með virkum hætti.  

 
Mbk, 
Valberg

Share this Post