Gull, silfur og brons

/ september 13, 2009

Nú er uppskerutími. Eftir frábært sumar er von á góðri uppskeru. Félagar í Brokey hafa staðið sig frábærlega. Kænudeildin vex og dafnar og uppsker frábærlega, meira um það síðar.

Kjölbátadeildin hefur einnig staðið sig vel. Ef okkur reiknast rétt til þá eru úrslit móta sumarsins, keppnin um Íslandsbikarinn á þessa leið:

 

Bátur

Félag

Opnunar

  Faxafl

  Sumar

  Íslands

   Loka

    Stig     Sæti
                 
Dögun  Brokey  10  39 
Xena  Brokey    10  10  32 
Lilja  Brokey  10  32 
Ísmolinn  Þytur  10  31 
Aquarius  Brokey      18 
Sigurvon  Brokey     
Ögrun  Brokey       
Aría  Ýmir          8-9 
Skegla  Þytur          8-9 
Dís  Brokey          10 

(birt með fyrirvara)

 

Keppnin um Íslandsbikarinn var með nýju sniði. Áður höfðu keppnir mismikið vægi og Íslandsmótið langmest. Við lág að dygði að keppa á Íslandsmóti til að vinna einnig Íslandsbikarinn. Á síðasta SÍL-þingi var samþykkt að reyna nýtt kerfi. Allar keppnir vægju jafnt og stig gefin líkt og þekkist t.d. í Formúlu 1, 10-8-6-5-4-3-2-1. Tilgangurinn er að jafna keppni og auka spennu. Óhætt er að segja að spennan hafi verið mikil, bátar skiptust á forystu í keppninni um Íslandsbikarinn og úrslit réðust ekki fyrr en á Lokamóti.  

Það er ekki aðeins að Dögun „United” hafi náð tvennu – aftur – heldur hafa félagsmenn Brokeyjar raðað sér í öll verðlaunasæti, bæði í keppninni um Íslandsbikarinn sem og á Íslandsmótinu. Frábær árangur. Elstu menn muna ekki að slíkt hafi gerst áður (óstaðfest). Við óskum félagsmönnum til hamingju með gjöfult og gott siglingasumar. 

 

 

Share this Post