Hamagangur

/ október 9, 2009

Það gengur mikið á í Reykjavíkurhöfn þennan föstudagsmorgun. Bálhvasst er. Á Eyjagarði sjást vindtölur upp í 25 m/s með hviðum upp í 37 m/s. Hásjávað var í morgun og gekk duglega yfir Ingólfsgarðinn. Nokkur ólga er innst í höfninni. Trillurnar í Suðurbugtinni dansa í takt við öldurskaflana sem æða yfir hvalaskoðunarbryggjuna sem er að láta undan ofsanum. Vírar á einum samskeytunum eru að slitna í sundur. Litlu má skeika að stórtjón verði þar.


 
 

 

Share this Post