Harðara refsikerfi?

/ júní 1, 2009

Eitt helsta umræðuefni keppnisstjóra og keppenda í þriðjudagskeppnum hjá Brokey er hvernig hægt er að jafna leikinn. Tilgangur þriðjudagskeppnanna er að vera æfingar með hæfilegri alvöru þar sem byrjendur eiga auðvelt með að vera með. Spurningin er alltaf sú sama: Hvernig er hægt með hæfilega réttlátum hætti að grípa í hálsmálið á þeim sem gengur of vel til að gefa öllum tækifæri á sæti.

Vandamálið er nefnilega að yfirleitt tekur einn eða fáir bátar forystuna fljótlega og aðrir eiga engan séns. Þeir nýju gefast upp og hætta að taka þátt og þar með er önnur forsenda keppnanna farin.

Nú væri gaman að heyra nokkrar tillögur að aðferðum til að draga úr möguleikum fremstu báta til að sigra. Ég held við getum verið sammála um það að tilgangurinn er ekki að refsa bátum fyrir að vinna, heldur er tilgangurinn að halda í báta sem eru að sigla MIKLU hraðar en aðrir. Eða gera eitthvað til að koma þeim óreyndari og hægari hraðar áfram. Til dæmis að fremstu fimm bátarnir verði að senda sinn besta mann með fimm hægustu bátunum… Hvað finnst þér?

Share this Post