Hásetanámskeið Brokeyjar 2012

/ maí 21, 2012

Í sumar heldur Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey verkleg siglinganámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Þátttakendur læra undirstöðuatriði siglinga, að seglbúa og sigla spennandi seglskútu. Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja fá reynslu í að sigla á seglskútu fyrir verklega þátt „Skemmtibátaprófsins“. Leiðbeinandi er með um borð allan tímann.

Meðal atriða sem verður farið yfir eru:

 • Stjórnun segla með tilliti til vindstefnu.
 • Að stýra eftir vindi og áttavita.
 • Helstu umferðarreglur á sjó.
 • Notkun björgunarvesta og líflína.
 • Meðhöndlun reipa og helstu hnútar.
 • Öryggistækin um borð neyðarblys, kastlína, slökkvitæki og talstöð.
 • Að bregðast við ef maður fellur fyrir borð.

Boðið er upp á eftirfarandi námskeið:

 • 28. maí – 31. maí
 • 4. júní – 7. júní
 • 11. júní – 14. júní
 • 25. júní – 28. júní
 • 2. júlí – 5. júlí
 • 16. júlí – 19. júlí
 • 23. júlí – 26. júlí

Báturinn:

Sigurvon er 26 feta/8 metra seglskúta af gerðinni Secret 26.

Tími:

Kennt er mánudags, miðvikudags og fimmtudagskvöld, samtals um 10 klukkustundir. Mæting á bryggju klukkan 18:00

Staðsetning:

Ingólfsgarður, Reykjavíkurhöfn (við Hörpuna)

Annað:

Hámarksfjöldi á hvert námskeið: 5 þátttakendur. Ef veður hamlar er föstudagskvöldið haft til vara. Nemendum gefst kostur á að taka þátt í þriðjudagskeppnum félagsins. Nemendur fá að auki tvö skipti til að koma og taka þátt í þriðjudagskeppni. Mæting 17:30 á Ingólfsgarð.

Verð:

Verð fyrir námskeiðið + tvær keppnir er 25.000 kr.

Skráning:

Tekið er við skráningu á heimasíðu félagsins www.brokey.is. Þegar staðfesting berst skal ganga frá greiðslu með millifærslu, annars er plássið ekki frátekið. Reikningur: 516-26-11609 Kennitala: 681174-0449 Vinsamlega sendið staðfestingu greiðslu á: skraning@brokey.is
Hægt að senda fyrirspurn á: skraning@brokey.is og fá upplýsingar í síma 895 1551

Share this Post