Hátíð hafsins – Keppnistilkynning

/ maí 29, 2007

{mosimage}Hátíð hafsins 2


Hátíð
hafsins 2. júní 2007

Siglingafélag
Reykjavíkur, Brokey

Mótið
er hluti af Íslandsbikar 2006, með stigastuðul 5

 

TILKYNNING
UM KEPPNI

 

1
REGLUR

1.1 Í
mótinu gilda Kappsiglingareglur ISAF The Racing Rules of Sailing.

1.2 Í
mótinu gilda einnig Kappsiglingafyrirmæli Siglingasambands Íslands.

1.3
Einnig gilda reglur ÍSÍ, reglur um búnað, lyf og reglur IRC.

1.4
Kappsiglingareglum getur verið breytt í kappsiglingafyrirmælum mótsins. Þær
breytingar eru

tilteknar
í kappsiglingafyrirmælum.

1.5 Ef
íslenskar og enskar reglur stangast á þá glidir enska útgáfan.

 

2
AUGLÝSINGAR

Auglýsingar
eru leyfðar samkvæmt flokki C.

 

3
ÞÁTTTÖKURÉTTUR

3.1
Keppnin er opin öllum kjölbátum sem hafa gilda IRC forgjöf.

3.2
Bátar sem rétt hafa til þátttöku tilkynni þátttöku á netfangið keppnisstjorn@brokey.is, eða á
vefsíðu Brokeyjar fyrir kl. 16:00 þann 1. júní 2007.

3.3
Tekið verður við seinum skráningum að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
Greiddar

2.500
kr. til keppnisstjóra, skráningarblaði skilað fullútfylltu og IRC skírteini
afhent.

 

4
GJÖLD

Engin
keppnisgjöld fyrir þá báta sem skrá sig tímanlega.

 

5
DAGSKRÁ

5.1
Skráning fer fram á vefsíðu Brokeyjar til og með 1. júní kl. 16:00.

5.2
Mælingar og skoðanir, ef þær eru gerðar, fara fram kvöldið fyrir keppni, kl.
18:00 til 21:00.

5.3
Keppt verður í einum flokki (eitt start).

5.4
Áætluð tímasetning á fyrsta viðvörunarmerki er kl. 11:55.

 

6
MÆLINGAR

Sérhver
bátur skal geta framvísað fullgildu IRC mæli og forgjafarbréfi. Búast má við að

upplýsingar
í forgjafar skírteini séu sannreyndar að hluta til eða öllu leiti.

 

7
KAPPSIGLINGAFYRIRMÆLI

Kappsiglingafyrirmælin
verða afhent á skipsstjórafundi kl. 10:30 þann 2. júní í

félagsaðstöðu
Brokeyjar.

 

8
BRAUTIN

Sigld
verður braut um sundin, sem útskýrð verður nánar á skipsstjórafundi.

 

9
STIGAGJÖF

9.1
Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóðakappsiglingareglunum.

9.2
Keppnin er hluti af Íslandsbikar og hefur stuðulinn 5.

 

10
HAFNARAÐSTAÐA

Keppendur
skulu leggja að bryggju Brokeyjar fyrir og eftir keppni.

 

11
FJARSKIPTI

Bátur
skal ekki eiga talstöðvarsamskipti meðan keppni fer fram, né heldur taka á móti

talstöðvarsamskiptum
sem ekki eru aðgengileg öllum bátum. Þetta á líka við um farsíma.

 

12
VERÐLAUN

Veitt
verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin.

Verðlaunaafhending
fer fram í félagsaðstöðu Brokeyjar, strax að lokinni keppni.

 

13
ÁBYRGÐ

Allir
sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim
sem

taka
þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að
verða vegna

þátttöku
í mótinu.

 

14
TRYGGINGAR

Hver
þátttakandi skal hafa ábyrgðartryggingu gegn þriðja aðila sem nær til þess
tjóns sem

gæti
orðið.

Share this Post