Heimasíðan uppfærð

/ apríl 17, 2009

Eins og glöggir lesendur átta sig væntanlega á hefur vefur félagsins verið uppfærður í nýtt vefumsjónarkerfi. Í leiðinni gerðum við dálitlar breytingar á tenglunum hérna vinstra megin, meðal annars í þeim tilgangi að skapa aukið rými fyrir kænudeildina. Sumt af því kann að vera undarlega orðað og viljum við biðja félaga um að senda okkur athugasemdir og ábendingar um það sem betur mætti fara á netfangið brokey@brokey.is.

Eitt af því sem breyttist við uppfærsluna er að myndir í greinum duttu út svo það þarf að handtína þær inn aftur. Þetta er mikið verk því fjöldi frétta sem birst hafa hér á vefnum er vel á annað þúsund talsins. Við höfum því bætt myndunum aftur inn í fyrir nýjustu fréttirnar en látið eldri fréttir mæta afgangi. Meðal þess sem við gerðum var að setja aftur inn gamlar fréttir frá 2005-2006 sem týndust við síðustu uppfærslu. 

Hérna hægra megin er komin ný útgáfa af gaspurskjóðunni vinsælu. Í stað þess að sækja hana af öðrum vef er hún nú hýst af okkur sjálfum. Við sjáum því á bak þýsku stefnumótasíðunni með miklum söknuði.

Við tökum fram að það mun taka tíma að strauja allar krumpur úr síðunni. Við hvetjum lesendur síðunnar því eindregið til að senda inn athugasemdir.

Share this Post