Heimsmetahrúga

/ ágúst 2, 2009

Eftir að hafa hrúgað upp hraðametum meira og minna alla leiðina standa tvö eftir hjá Banque Populaire Voile sem erfitt verður að bæta.

 

1. Flestar mílur á 24 klukkustundum: 907mílur sem gerir 37,8 hnúta meðalhraða. Fyrir ekki svo mörgum árum síðan hefði hvaða siglingamaður sem er verið fullsæmdur af því að ná þeim hraða í stutta stund yfirleitt.

2. Þvert yfir Atlantshafið á nýju meti: 3 dagar, 15 klukkustundir, 25 mínútur og 48 sekúndur. Geri aðrir betur.

Groupama 3 er líka komin yfir hafið, en var nærri þrem tímum lengur á leiðinni: 3 dagar, 18 klukkustundir, 12 mínútur og 56 sekúndur.

Hér er heimasíða G3 og hér er heimasíða BPV. 

Share this Post