Hífing og tiltektardagur

/ mars 8, 2009

Nokkrir vaskir Brokeyingar tóku sig til á föstudagskvöldið og hífðu Sigurvon á land. Til stendur að taka bátinn í gegn og koma honum í gott stand fyrir næsta sumar. Skútan var sett á lánskerru frá Þyt og ekið á vísan stað þar sem viðgerðir munu fara fram næstu daga.

Image

Á laugardagsmorgunn mætti svo öflugur hópur í Nauthólsvíkina til að taka góðan skurk í félagsaðstöðunni. Þrír kerrufarmar fóru á haugana og er orðið allt annað að sjá aðstöðuna.

Image

Share this Post