Híft á sunnudag í Gufunesi

/ október 12, 2012

 Nú er alveg ljóst að það verður ekki híft á laugardagin, en það er skapleg veðurspá á sunnudag.
Það er búið að skipta bátunum í tvo hópa til að stytta biðtíma.  Fyrri hópurinn þarf að vera kominn upp í Gufunes á sunnudag kl 13 og seinni hópurinn kl 15.
 
Mæting kl 13.
Vissa 1789, Sigurvon, Borgin, Röst, Gúa, Flóin, Dúfa, Ör, Dögun
Mæting kl 15.
Stjarnan, Nornin, Aquarius, Dís, Elín Anna, Ögrun og Júlía Anna
 
Til að hífingin gangi sem hraðast fyrir sig þurfa allir að hjáplast að.  Þegar kemur að hífingu þarf áhöfn og aðstoðarmenn að vera með á hreinu hvar trossurnar eiga að vera staðsettar, búið að losa rekkverk ef þess þarf og binda löng skaut í stefni og skut.  Best er að snúa skut að krana meðan stroffum er komið fyrir, hafa einn mann á hverjum stroffuenda meðan þeim er komið fyrir.  Gúmmíbáturinn okkar verður á staðnum til aðstoðar og til að ferja mannskap. Tankbíll kemur svo með vatn eins og vanalega.
 
Takið eftir að það er búið að færa nokkra báta til, sá mynd.

 

 

Share this Post