Hraðametin hlaðast upp

/ júlí 31, 2009

Ef þú hittir enhvern á pöbbnum í kvöld og hann vildi veðja við þig að hægt væri að sigla yfir Atlantshafið á seglskútu á þrem sólarhringum og einhverjum klukkustundum, myndir þú þá ekki slá til, viss um að vinna þetta veðmál? Vertu ekki svo viss.

 

Nú eru tvær skútur á leiðinni, Groupama 3 og Banque Populaire V. Gamla metið er 4 dagar 3 klukkustundir og 57 mínútur, í eigu fyrrnefnda bátsins. Báðir bátarnir eru á þéttum 32 hnúta meðalhraða og eru vel framan við gamla metið nú þegar þetta er skrifað.

Viðbót: Hraðametin eru að hlaðast upp hjá Banque Populaire Voile. Fylgist með heimasíðum þeirra gegnum hlekkina hér að neðan.

Hér er heimasíða G3 og hér er heimasíða BPV.

Share this Post