Hreinsa söl

/ júní 10, 2009

Þeim sem eru með báta við bryggjuna er bent á að skynsamlegt er að hreinsa gróðurinn, sérstaklega sölið (þangið) úr stæðinu. Ef þetta er ekki gert þá geta stórar blöðkur af söli lagst fyrir vatnsinntakið fyrir vélina með skelfilegum afleiðingum. Það er skafa á bryggjunni sem ykkur er auðvitað frjálst að nota. Það þarf að skafa bæði af steinbryggju og flotholtum útleggjaranna. Auk þess losar stæðið sig mun betur við allskonar rusl sem rekur um höfnina þegar gróðurinn er farinn.

Share this Post