Hvað er vinsælast?

/ maí 17, 2007

Hvað er mest lesið á heimasíðunni okkar frá því hún var uppfærð síðast?
Því miður töpuðust öll gögn um fyrri umferð í síðustu uppfærslu heimasíðunnar okkar.
Þá hafði allskonar upplýsingar, til dæmis um siglinganámskeið og svoleiðis verið vinsælasta efnið.


Smellir
(Hits)

3824 Afsláttur á skútum í Tyrklandi (Auðfundið í Google)

2374 Lekandi (Wilson Muuga lekur olíu)

2005 WebCam (Nýjasta æðið að dást að skútunni sinni í gegnum tölvuna í vinnunni og heima. Verður greinilega orðinn langvinsælast strax í næstu viku)

1971 Bryggjulisti (Hver nennir að lesa þetta ég hef aldrei smellt á þennan link)

1743 Leynislistinn (Listi yfir alla íþróttamenn ársins í öllum greinum, hvergi annarsstaðar birtur á netinu)

1731 Sætar skötur (Ein af frábærum frásögnum Magnúsar)

858 Siglinganámskeið 2007 (Var einmitt mikið lesið undanfarin ár, vinsælasta efnið)

818 Mótvindur (Enn ein frábær frásögn Magnúsar)

689 Mótaskrá 2007 (Alltaf mikið kíkt á þetta enda keppa hundruðir manna í siglingum)

646 „Det var bara et personligt problem“ (Vel skrifaðar og skemmtilegar frásagnir eru alltaf mikið lesnar. Ég vil sjá þetta sem Jólabók 2007)

Brokeyjarsíðan er greinilega brunnur þekkingar, fróðleiks og almennra upplýsinga um siglingaíþróttina.

Okkur fréttariturum síðunnar finnst þetta líka bara svo skemmtilegt…

Share this Post