Hvor á réttinn?

/ júní 11, 2008

Dögun er að koma aftur að Sólfarsbauju frá Brokeyjarbauju á bakborðshálsi – er að sigla pulsu.
Lilja er að koma frá Skarfaskersbauju á stjórnborðshálsi og á eftir að taka pulsuna….


Lilja kallar “stjórnborði”. Dögun svarar með “vatn við bauju” og kúvendir við baujuna. Þegar Dögun hefur kúvent ber stefni Lilju u.þ.b. á miðja Dögun.

Lilja þarf að beyja aðeins undan vindi til að rekast ekki á Dögun en sleppur síðan aftan við Dögun og fer kulborðsmegin fram úr Dögun.

Dögun er ekki það viss um rétt sinn að hún tekur EINN refsihring.
Lilja flaggar rauðu og ber upp munnlega kæru við keppnisstjóra á grundvelli reglu 10 og 18.1.b

Bátur Sigldur Forgjöf Umreiknað Röð
Dögun 01:46:53 0,84 01:29:47 1
X-B 01:25:14 1,055 01:29:55 2
Aría 01:29:16 1,02 01:31:03 3
Lilja 01:37:34 0,986 01:36:12 4

Annar refsihringur hefði líklega kostað Dögun meira en 8 sek og minna en 76 sek og hún lent í öðru sæti.

Baldvin: Raunar held ég að Liljumenn hafi aðallega viljað hafa á hreinu hvor átti réttinn. Á Dögun einhvern rétt þarna eða var þetta bara troðningur ?

Hefur hálftekin refsing í för með sér að Dögun fær DSQ eða telst hæfileg refsing bjór á línuna næsta þriðjudag ?

 

Share this Post