Innflutningur og CE

/ mars 20, 2007

{mosimage}Er hægt að flytja inn bát án CE merkingar?

Svar: Í stuttu máli sagt; Nei.


En… ef þú vilt endilega reyna að ganga í gegnum þann hreinsunareld þá er þetta leiðin: Hafðu samband við Siglingastofnun ÁÐUR en þú kaupir bátinn.

Ef þú býrð erlendis og átt bát og vilt flytja með þér hafðu þá samband löngu áður en til stendur að flytja. Stofnunin biður um ýmsar upplýsingar varðandi smíði bátsins, til dæmis þykkt, raflagnir og fleira. Síðan vilja þeir þykktarmæla, skoða og svo framvegis. Þetta er heilmikið ferli sem getur orðið kostnaðarsamt en fyrst og fremst gífurlega tímafrekt.

Af hverju má flytja inn CE merktan bát?

Vegna þess að Ísland er aðili að EES því er bannað, að banna, að flytja inn CE merkta vöru, það væru ólöglegar viðskiptahindranir.
Milli Evrópu og USA eru ekki svona samningar, því má ekki flytja báta inn frá USA.
Hafi bátur einhverntíman verið skráður í Evrópu á að vera auðveldara að flytja hann til Íslands, eða Evrópu. Siglingastofnun getur samt stöðvað innflutninginn ef hann uppfyllir ekki Íslenskar kröfur.

Einn möguleiki enn er að hafa bátinn áfram skráðan erlendis en við mælum ekki með því þegar tollurinn nær í rassinn á þér.

Spurðu þá sem til þekkja til dæmis eigendur Besta skútunnar, þeir svara öllu svona með glöðu geði og ráðleggja þér.

Þú finnur þá á bryggjulistanum hér á síðunni.

Share this Post