Ísbáturinn álagspófaður

/ mars 22, 2008

{mosimage}Það var aðeins tekið á ísbátnum í dag, laugardag. Ágætis ís er á Hafravatni og vindurinn var vel sprækur. Hámarksharðinn í dag var um 64 kílómetrar á klukkustund. Sem er reyndar bara fjórum km. frá fyrra meti. Að þessu sinni var alvöru kvikmyndagerðarmaður með í för og hér er smá hraðsoðin samantekt. Þetta er alveg hrikalega skemmtilegt og hægt að mæla með þessu fyrir alla hraða og adrenalínfíkla. Hröðustu sprettirnir náðust ekki á mynd en… Smellið á: Read More…


Síðast þegar ísbáturinn Bestla var notaður sigldi Stig sá danski honum á 50km hraða beint í einu helv. vökina á vatninu. Nefið brotnaði af og mastrið klofnaði ásamt ýmsu öðru. en Enginn slasaðist sem betur fer. Þetta var fyrsta pufuferð eftir það. Smá vesen með neyðarbúnaðinn. Það á að vera hægt að fella mastrið ef báturinn verður stjórnlaus en eins og sjá má þá var sá búnaður aðeins of viðkvæmur. Þar sem allt slíkt hafði verið bundið fast þá þorðum við ekki að sigla bátnum á fullu afli. Nýtt segl væri mjög til bóta. En við mælum með einhverju eins og til dæmis Blokart sem er auðvelt í flutningi.

Hér má hér upplifa það hvernig er að vera um borð. Ísbáturinn okkar er einmitt mjög líkur þessum.

Og fyrir þá sem finnst optimist frábær bátur


Og svo auðvitað Blokart á skautum.

Share this Post