Ísland / Frakkland

/ júlí 11, 2006

Íslensku áhafnirnar sýndu enga kurteisi í vinalandsleik þjóðanna frá Reykjavík til Grundarfjarðar. Besta áhöfnin sá til þess að fáliðaðar áhafnir fjörtíufeta bátanna gátu ekki sofið dúr á leiðinni. Besta var búin að niðurlægja flotann út af Akranesi með því að vera fyrst af öllum bátum. Langt á undan fjörtíu og fimmtíu feta bátum sem eiga að komast mun hraðar en hin 38 feta langa IMX-38 skúta. Á móts við Þormóðssker náðu tveir Pogo40 framfyrir þegar bátarnir sigldu ekki fullan beitivind. Beitingin fyrir Snæfellsnesið var nokkuð hörð á lítilli fokku og rifuðu stórsegli en alltaf sást í næstu báta. Þegar Besta kom í höfn voru þar fyrrir fimmtíufetarinn Les Vedettes de Brehat sem hafði siglt lengst út í haf og inn aftur og einn fjörtíufetari hafði laumast í skjóli myrkurs svipaða leið og náði á undan í höfn. Besta kom sem sagt fimmti bátur í mark.
Þegar úrslitin höðu verið reiknuð með forgjöf var Besta í þriðja sæti, Armor Crustaces í öðru sæti, og Olbia var sigurvegarinn. Íslenska skútan Lilja mun hafa verið fjórða.
Það er nokkuð ljóst hvers vegna Besta sigraði ekki. Fremstu bátar þurftu að krussa beitivind alla leið, Besta sigldi beitivind alla leið í höfn. Þeir sem á eftir komu voru verulega heppnir þar sem vindáttin snérist. Lilja sem var með seinni bátum, sigldi einn legg á beitingu frá Akranesi alveg að stóra mastrinu á Rifi. Fremstu bátar tóku 10 – 12 vendingar á þessari sömu leið. Aftari bátarnir græddu því verulega vegalengd. Það var skemmtilegt að heyra undrunarhljóðin í talstöð keppnisstjórnar þegar Besta kom í kjölfar fjörtíu feta tryllitækjanna.

{mosimage}


Arrivée course 1 groupes : CAT,IRC,OP2,OPE, (21 concurrents) – Groupe Cata (CAT)
—: „Magnolia IV“ Deby Patrick, Y C de Trieux

Arrivée course 1 groupes : CAT,IRC,OP2,OPE, (21 concurrents) – Groupe IRC (IRC)
1: „Olbia“ (Ss 34) Chalandre Christian, C V Saumurois (tc 16h36:56)
2: „Armor Crustaces“ (Sun Fast 37) Bellanger Didier, Cercle Nautique de Paimpol (tc 18h08:32)
3: „Besta“ (Imx 38) Baldvin Björgvinson, (tc 18h11:32)
4: „Lilja“ (Dufour 34) Jonsson Arnaj, Islande. (tc 18h13:19)
5: „Euronav“ (Imx 38) Corbel Benjamin, (tc 19h04:02)
6: „Port de Gravelines“ (First 51 Proto) Delassus Philippe, Gravelines Plaisance (tc 20h21:01)
7: „Boulmic“ (Ovni 395) Piry Jacques, Cercle Nautique de Paimpol (tc 21h13:47)
8: „Torr Gouzoug“ (Ovni 395) Cardinal Puilippe, (tc 21h33:35)
9: „Xhosa“ (X 402) Van Lierde Maria, Belgique. (tc 21h36:10)
10: „Khayyam“ (Plan Steefens) Fendeux Jean-Christian, (tc 23h46:27)

Arrivée course 1 groupes : CAT,IRC,OP2,OPE, (21 concurrents) – Groupe OPEN 50 (OP2)
1: „Vedettes de Brehat“ Escoffier Servane, (tc 15h55:43)
2: „Etoile Horizon“ Escoffier Robert, (tc 21h20:32)

Arrivée course 1 groupes : CAT,IRC,OP2,OPE, (21 concurrents) – Groupe OPEN 40 (OPE)
1: „Destination Calais“ Chatelin Pierre-Yves, (tc 16h13:10)
2: „Tchuda Popka 2“ Catherine Gwenc’hlan, (tc 16h27:01)
4: „Cinemas Cinefil.Com“ Criquioche Jean-Edouard, (tc 18h03:19)
5: „Merena“ Guillaume Alexis, Belgique. (tc 18h15:31)
6: „Fnaim Pays de Loire“ Regnier Lionel, (tc 18h17:16)
7: „Nouvelle Caledonie“ Ecarlate Yves, (tc 16h45:10)
7: „Nous Entreprenons“ Fournier Jacques, France. (tc 18h23:56)
8: „Azawakh 3“ Amblard Jean-Pierre, (tc 19h13:48)

{moscomment}

Share this Post