Íslandsdagur í Paimpol

/ júlí 24, 2006

Í gær Sunnudag var Íslandsdagur í Paimpol með miklum hátíðarhöldum. Þar voru Paimpolbúar klæddir í þjóðbúninga sína, spiluðu á hljóðfæri og fóru í skrúðgöngu.
Þá er Maggi búinn að henda inn myndunum og vídeóunum (eru neðst)…

Videó 1
Videó 2
Videó 3
Videó 4
Videó 5

Hinn fréttaritarinn, sá sem er á klakanum (reyndar í fínu veðri… loksins) getur vitnað um að Paimpol er afar fallegur bær og umhverfið stórkostlegt. Maður gleymir seint fegurðinni sem tekur á móti manni þegar siglt er þarna inn. Íbúarnir eru mjög vingjarnlegir og hjálpsamir. Þarna fer ekkert fyrir stressi og látum. Það verður enginn svikinn af því að renna þarna við hvort sem það er af hafi eða landi. Af fenginni reynslu skyldu menn athuga flóðatöflur vel ef ætlunin er að sigla inn í Paimpol-höfnina. Höfninni er lokað þegar fjarar út og það fjarar mjög langt út.

{moscomment}

Share this Post