Íslandsmeistarar fyrr og síðar

/ ágúst 10, 2006

Það er gaman að fylgjast með könnuninni á síðunni. Þernugaurarnir eru greinilega metnaðargjarnir og flestir veðja á þá sem Íslandsmeistara. Bestan fylgir þar fast á eftir. Þernan og Bestan eru óneitanlega sigurstranglegar. Þær skipta nú með sér efsta sætinu í baráttunni um Íslandsbikarinn…


Þegar gluggað er í úrslit Íslandsmóta undanfarin ár kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Árið 2003 var Bestan í 5. sæti, bilíf itt or nott! Það sama ár sigraði Gulla granna, Sæstjarnan var í 6. sæti og Ísold í því 10.


Bestan gerði betur árið 2004 og hafnaði í 3. sæti. Það ár hampaði Þernan titilinum og Sæstjarnan var í 2. sæti. Ísold hækkaði um tvö sæti og varð í 8. sæti.


í fyrra sigraði Bestan. Ísold hækkaði sig enn og lenti í 4. sæti. Þernan hrapaði niður í 7. sæti og Sæstjarnan niður í það 8. Það ár tóku þátt í fyrsta skipti Arían (5. sæti), Aquarius (6. sæti) og Ísmolinn (10. sæti).


Aðrir bátar, s.s. Lilja, Dögun og Dís eiga sér enga sögu í Íslandsmóti. Trúlega hefur Dögun þó tekið þátt einhvern tímann í fyrndinni, en um það finnast engar ritaðar heimildir.


Ef við bullum smá: Með sama áframhaldi tekur Ísold fyrsta sæti og Bestan -3. sæti og Þernan lendir í 14. sæti (af 8 bátum!).


{moscomment}

Share this Post