Íslandsmeistarar í ráðhúsinu

/ febrúar 11, 2010

Íþróttabandalag Reykjavíkur heiðraði 650 reykvíska Íslandsmeistara í ýmsum greinum síðasta þriðjudag í ráðhúsi Reykjavíkur. Eins og sjá má mættu hinir glæsilegu Íslandsmeistarar Siglingafélags Reykjavíkur í Optimist B, Topper Topaz og kjölbátasiglingum 2009 og tóku við viðurkenningu úr hendi Frímanns Ara Ferdinandssonar, Ásdísar Hjálmsdóttur og Margrétar Þorsteinsdóttur.

Á myndinni má sjá Íslandsmeistara í kjölbátasiglingum, Magnús Arason og Þórarinn Ásgeir Stefánsson (Magnús Waage var fjarri góðu gamni), Íslandsmeistara á Optimist B, Búa Fannar Ívarsson, og Íslandsmeistara í siglingum á Topper Topaz, Hilmar Pál Hannesson og Huldu Lilju Hannesdóttur.

 

Share this Post