Íslandsmet!

/ desember 9, 2006

Í dag, Laugardaginn 9. Desember var nokkuð örugglega sett nýtt hraðamet á seglknúnu farartæki. Það mun að sjálfsögðu vera Íslandsmet. Sett af Sigurði Óla Guðnasyni og Snorra Þór Guðmundssyni á ísbátnum Bestla. 

Hámarkshraði á GPS: 63,8 kílómetrar á klukkustund (34,4 hnútar).

Meðalhraðinn ekki alveg eins mikill en dágóður samt og á eftir að gramsa í gagnasafni GPS tækisins til að finna hámarks meðalhraða.

Við erum alveg vissir um að með réttu segli við réttar aðstæður er ekkert mál að rjúfa 100km múrinn.

Við erum hins vegar ekki alveg eins vissir um að við lifum það af. 

Báturinn undirbúinn

{mosimage} 

Dagurinn hófst með því að gera bátinn kláran í siglingu og eftir smá vesen, finna stórskaut og festa GPS tæki í gripinn þá fór Baldvin Björgvinsson í prufusiglingu. Það fór nú þannig að það í raun rétt bjargaðist að komast lifandi frá því. Báturinn er nefnilega ekki með rétt segl. Vandamálið lýsir sér þannig að mastrið hallar alls ekki eins mikið aftur og það á að gera. Báturinn beigir því ekki upp í vindinn þegar of mikill vindur er eins og bátar eiga að gera. Hann beigir undan vindi og verður stjórnlaus, bóman liggur í staginu og báturinn stefnir bara sína eigin leið og ekkert er hægt að beygja. Málið var leyst þannig í þetta skiptið að það sat alltaf einn auka farþegi við mastrið til að auka þrystinginn á stýrisskautann. Það dugði alveg þangað til í síðustu ferðinni þegar seglið var orðið rifið að auki og bitið alveg búið í stýrisskautanum. Þá voru Snorri og Baldvin farnir að gera sig klára að kasta sér af til að lenda ekki á 50 – 60km hraða upp í næstu grjótfjöru. En það var hviðóttur vindur og vindinn lægði sem betur fer og mannskap og bátur björguðust giftusamlega. Þá var bara tekið saman þann daginn.

Fljótlega verður hluti gagnasafnsins úr GPS tækinu settur hér inn. Þar má til dæmis sjá að hröðunin er mikil. Og hraðinn mjög oft góður. 

 

Meiri myndir

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Vitni eru auðvitað til staðar 

{mosimage} 

Share this Post