Íslandsmót kjölbáta hefst í dag
Fyrsta umferð Íslandsmóts kjölbáta 2011 verður sigld í dag. Mótið fer fram fyrir utan Hafnarfjarðarhöfn undir stjórn Siglingaklúbbsins Þyts. Fyrsta viðvörunarmerki verður gefið kl. 18:55. Mótið mun standa fram á laugardag. Stefnt er að því að sigla samtals eigi færri en 5 umferðir. Rólegur vindur er í veðurkortunum en ef hann helst sæmilegur gætu umferðirnar orðið mun fleiri.
Sjö áhafnir eru skráðar til keppni eftir því sem við komumst næst. Þær eru (í stafrófsröð):
Aquarius
Ásdís
Dögun
Ísmolinn
Lilja
Þerna
Ögrun