Íslandsmót kjölbáta hefst á fimmtudag

/ ágúst 11, 2013

islandsmot2010

Nú styttist í íslandsmót kjölbáta sem haldið verður á sundunum við Reykjavík 15. 16. og 17. ágúst næstkomandi. Áhorfendur eru boðnir velkomnir í félagsheimili Brokeyjar á Ingólfsgarði að fylgjast með keppninni. Heitt verður á könnunni og úrslit munu berast í félagsheimilið að lokinni hverri umferð.

Keppnin hefst á fimmtudagskvöld og þá verður áhugavert að fylgjast með startinu kl 18:00. Á föstudag verður ræst kl 14:00 og laugardag kl 10:00. Keppnin fer væntanlega fram að mestu leyti innan eyja á Rauðarárvíkinni þannig að einnig gefst gott tækifæri að fylgjast með frá Sólfarinu eða Sæbraut/Skúlagötu.

Keppendur eru beðnir að skrá sig tímanlega.

 

1 Comment

  1. Heyrst hefur að gamlir sjóræningjar ætli að koma og leita að því sem þeir týndu í Hafnarfirði 2008 🙂

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>