Íslandsmót kjölbáta – NOR

/ ágúst 2, 2006

{mosimage}Jæja, þá líður að hinu árlega Íslandsmóti. Það er Þytur sem sér um mótið í ár og keppt verður fyrir utan Hafnarfjörð. Hér má lesa NOR-ið.


Íslandsmót kjölbáta

Siglingaklúbburinn Þytur heldur Íslandsmót kjölbáta 11. – 13. ágúst.
Keppt verður fyrir utan Hafnarfjarðarhöfn.

Siglingaklúbburinn Þytur.

Strandgötu 80, pósthólf 546, 222 Hafnarfjörður.

Sími 555 3422

Bankareikningur 545-26-987 – Kt 680978-0189

Netfang sailing@sailing.is

Vefsíða www.sailing.is

Tilkynning um keppni

1. Reglur

Keppt verður samkvæmt:

a) Kappsiglingareglum ISAF 2005 til 2008

b) Kappsiglingafyrirmælum SÍL

c) Kappsiglingafyrirmælum mótsins.

2. Auglýsingar

Auglýsingar verða leyfðar samkvæmt flokki C í Alþjóða kappsiglingareglunum.

3. Þátttökuréttur

Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL.

4. Þátttökugjald

Þátttökugjald á hvern áhafnarmeðlim verður kr. 2.000 fyrir skráningar sem berast fyrir lok skráningarfrests, en kr. 2.500 eftir það. (innifalinn er matur á laugardegi og kaffi í mótslok).

5. Tímaáætlun

11. maí:

-Áætluð ein umferð.

-Móttaka þátttökugjalds og afhending kappsiglingafyrirmæla frá kl. 17:00 – 18:00.

-Skipstjórafundur kl. 18:00.

-Fyrsta viðvörunarmerki 18:55 (ræst verður í tveim flokkum eftir forgjöf).

12. maí:

-Áætlaðar tvær til fjórar umferðir.

-Skipstjórafundur kl. 10:00.

-Fyrsta viðvörunarmerki 10:55

-Eftir síðustu umferð verður boðið upp á mat og verður félagsheimili Þyts opið fram eftir kvöldi (nánar auglýst síðar).

13. maí:

-Áætlaðar tvær til fjórar umferðir.

-Skipstjórafundur kl. 11:00.

-Fyrsta viðvörunarmerki 11:55

-Verðlaunaafhending verður í félagsheimili Þyts, þegar úrslit liggja fyrir.

-Boðið verður upp á kaffi meðan beðið er úrslita.

6. Mælingar

Keppt verður samkvæmt IRC forgjöf og skal framvísa gildu mælibréfi fyrir alla báta.

7. Kappsiglingafyrirmæli

Siglingafyrirmæli verða afhent fyrir skipstjórafund fyrsta keppnisdags.

8. Keppnisbraut

Keppt verður fyrir utan Hafnarfjarðarhöfn, þar sem lögð verður keppnisbraut.

9. Skráning

Skráningar berist til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00 þann 10. ágúst með tölvupósti á sailing@sailing.is eða í síma (SMS) 898-0855. Taka skal fram nafn báts, nafn skipstjóra og heildarfjölda í áhöfn.
Tekið verður við skráningum eftir það gegn hærra keppnisgjaldi (sjá fjórða lið).
Greiða má keppnisgjald inn á reikning 545-26-987 kt. 680978-0189.

10. Stigakerfi

Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða-kappsiglingareglunum.
Ef fimm eða fleri umferðir verða kepptar, verður einni sleppt við stigaútreikning.

11. Verðlaun

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin. Ef fimm eða fleiri bátar keppa þá hlýtur sigurvegari farandbikar og nafnbótina „Íslandsmeistari kjölbáta 2006“.

Ennfremur gefur mótið stig í Íslandsbikar með stuðulinn 20.

12. Verðlaunaafhending

Verðlaunaafhending fer fram í félagsheimili Þyts strax og úrslit verða ljós í mótslok.

13. Ábyrgð

Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4, ákvörðun um að keppa.
Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.

14. Frekari upplýsingar

Frekari upplýsingar fást hjá keppnisstjóra, Friðriki Hafberg í síma 898 0855 eða með tölvupósti á sailing@sailing.is

Share this Post