Íslandsmót – NOR – Skráning

/ júlí 29, 2007

{mosimage}Íslandsmót kjölbáta er haldið af Siglingafélagi Reykjavíkur, Brokey og verður keppt á sundunum við Reykjavík.
Ásamt því að vera Íslandsmót er mótið hluti Íslandsbikars og hefur stuðulinn 20.

Tilkynning um Íslandsmót 10.–12 ágúst 2007 (NOR)
 
1 Reglur
Keppt verður samkvæmt:
a) Kappsiglingareglum ISAF 2005 til 2008
b) Kappsiglingafyrirmælum SÍL
c) Kappsiglingafyrirmælum mótsins.
 
2 Auglýsingar
Auglýsingar verða leyfðar samkvæmt flokki C í Alþjóða kappsiglingareglunum.
 
3 Þátttökuréttur
Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL.
 
4 Þátttökugjald
Þátttökugjald á hvern áhafnarmeðlim verður kr. 2.000 fyrir skráningar sem berast fyrir lok skráningarfrests (kl. 19:00 miðvikudaginn 8. ágúst), en kr. 3.000 eftir það. (Innifalinn er matur (pissa eða hliðstætt) í hádegi á laugardegi og grillpulsur í mótslok).
 
5 Tímaáætlun
    
10. ágúst, föstudagur:
    
– Áætluð ein til tvær umferðir
    – Móttaka þátttökugjalds frá kl. 16:00 – 17:00
    – Skipstjórafundur kl. 17:00
    – Fyrsta viðvörunarmerki kl. 17:55
 
    11. ágúst, laugardagur:
    – Áætlaðar þrjár til fimm umferðir
    – Skipstjórafundur kl. 9:00
    – Fyrsta viðvörunarmerki 9:55


    12. ágúst, sunnudagur (varadagur)
    ekki verður keppt þennan dag nema veður sé óhagstætt hina dagana að mati keppnisstjóra, en stefnt er að ná samtals 6 umferðum
    
Áætlaðar tvær til fjórar umferðir
    – Skipstjórafundur kl. 11:00
    – Fyrsta viðvörunarmerki 11:55


6 Mælingar
Keppt verður samkvæmt IRC forgjöf og skal framvísa gildu mælibréfi fyrir alla báta.
 
7 Kappsiglingafyrirmæli
Siglingafyrirmæli verða afhent fyrir skipstjórafundum. Samskipti skulu vera á Rás 6 meðan á móti stendur.
 
8 Keppnisbraut
Keppt verður á ytri höfninni í Reykjavík, þar sem lagðar verða keppnisbrautir.
 
9 Skráning
Skráningar berist til keppnisstjórnar fyrir kl. 19:00 þann miðvikudaginn 8. ágúst með tölvupósti á brokey@brokey.is eða á vefsíðu Brokeyjar.
Taka skal fram nafn báts, nafn skipstjóra og heildarfjölda í áhöfn.
Tekið verður við skráningum eftir það
gegn hærra keppnisgjaldi (sjá fjórða lið).


10 Stigakerfi
Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða-kappsiglingareglunum.
Ef fimm eða fleiri umferðir verða kepptar, verður einni sleppt við stigaútreikning.
 
11 Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin ásamt því að sigurvegarinn hlýtur farandbikar og nafnbótina „Íslandsmeistari kjölbáta 2007“
 
12 Verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending fer fram í félagsheimili Brokeyjar strax og úrslit verða ljós í mótslok.
 
13 Ábyrgð
Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4, ákvörðun um að keppa.
Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.
 
14 Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar fást hjá keppnisstjóra Jóni Búa í 892 7508 eða
jonbui@internet.is eða Kristján í síma 863-6947
 


Athugið! Til að skrá áhöfn hér þarf að skrá sig inn á vefsíðuna, vinstra megin á síðunni: Username: gestur, Password: siglandi.


Munið að skrá nafn skips, nafn skipstjóra og heildarfjölda í áhöfn.

Share this Post