Íslandsmótið 2006 – nokkrar myndir

/ ágúst 14, 2006

{mosimage}Þá er Íslandsmótið um garð gengið. Það tókst afskaplega vel og Þyt til sóma. Brautirnar voru góðar, skemmtilega stuttar svo áhafnir höfðu í nógu að snúast.


Hér eru nokkrar myndir sem áhöfnin á Dögun tók meðan hún hafði ekkert að gera.

Úrslitin má skoða hér

{mosimage}


Vindur var með ýmsu móti þessa helgina, frá 20 hnútum niður í minna en ekki neitt.

{mosimage}


Áhöfnin á Aquarius mætti einbeitt til leiks

{mosimage}


Þau hafa smitast af þessu mastursfetissi sem herjar á Bestuna. Bestuáhöfnin gat heldur ekki á sér setið og klifraði upp í mastur eftir að hafa slitið stórseglsupphalið í 2. umferð (fyrstu umferð á laugardegi). Þrátt fyrir það rúllaði Bestan upp þeirri umferð.

{mosimage}


Stjórn SÍL setti tvo varðmenn við verðlaunagripinn. Einhver sagði að bikarinn hefði verið keyptur á Ibiza seint á diskó-tímabilinu.

{mosimage}


Haffi, bjargvætturinn á hjólinu. Það eru ekki margir sem taka brons í siglingum og gull í hjólreiðum sama daginn. Haffi var sjanghæjaður í áhöfn á Aquariusi. Það munar um Haffa þó hann sé ónothæfur í buff.

{mosimage}


Rólegur vindur á sunnudeginum.

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}


Í lok keppninnar á sunnudeginum skall á svartaþoka. Sumar áhafnir voru farnar að óttast að finna ekki markið.

{mosimage}

{mosimage}


Hætta varð keppni eftir fimm umferðir þar sem þokunni varð ekki þokað.

{mosimage}


Áhöfnin á Bestunni sigraði Íslandsmótið og eru þar með Íslandsmeistarar í siglingum 2006! Það kemur mönnum sosum ekkert í opna skjöldu. Á síðustu 11 árum hefur Bestan hampað titlinum 6 sinnum!!!

{mosimage}


Gaurarnir á Þernunni stóðu sig vel og náðu öðru sæti og til tilbreytingar fengu þeir sjálfir afhent verðlaunin.

{mosimage}


Í þriðja sæti varð áhöfnin á Aquarius. Þau stigu trylltan dans og ljómuðu sem heimsmeistarar.


{moscomment}

Share this Post