Íslandsmótið í siglingum kæna

/ ágúst 19, 2013

Einn Íslandsmeistaratitill til Brokeyjar.

Íslandsmótið í siglingum kæna var haldið hjá Siglingaklúbbnum Þyt í Hafnarfirði 10. og 11. ágúst. 11 þáttakendur frá Brokey tóku þátt, 4 optimist siglarar, 2 á Laser. 3 á Topper Topaz og 2 á 29er. Sigldar voru 3 umferðir á laugardag á ytrihöfninni í 6–8 m/s austanátt.Á sunnudag var 7-9 ms norðanátt og þá var keppt á innrri höfninni. Ekki er hægt annað en gleðjast yfir árangrinum. Laser standard og Laser 4,7 ásamt fleiri bátum var skellt saman í einn opinn flokk og varð Hrefna Ásgeirsdóttir í 2 sæti en hún sigldi á Laser 4.7. Í Laser Radial flokki varð Hulda Lilja Hannesdóttir í 4 sæti.
Í Optimist flokki áttum við Íslandsmeistara Þorgeir Ólafsson í A-flokki og Atli Gauti Ákason varð í 3 sæti í Optimist B-flokki.

20130811_134204IMG_3711 IMG_3706 IMG_3697 IMG_3685 20130811_181442

Share this Post