Íþróttafréttamenn?

/ desember 25, 2007

{mosimage}Hér á síðunni er ein mest lesna fréttin á árinu „Leynilistinn“. Þessi listi, yfir íþróttamenn og konur ársins 2006, var hvergi annarsstaðar birtur á vefnum. Ekki einu sinni á heimasíðu Íþrótta og Ólympíusambands Íslands. Enginn íþróttafréttamaður sá ástæðu til að birta listann. Hann birtist aðeins…


í einum miðli prentuðum á pappír. Við kölluðum því listann í hæðni Leynilistann. Listann sem allt íþróttaáhugafólk vildi sjá en enginn íþróttafréttamaður hafði áhuga á að birta.

Það var þó daprara en tárum taki að listinn skyldi ekki birtast á heimasíðu Íþrótta og Ólympíusambans Íslands. Þetta er listinn sem allir vilja lesa.

Af gefnu tilefni erum við sannfærðir um að það er vegna þess að íþróttafréttamenn hafa ekki áhuga á að fjalla um neitt sem ekki tengist fótbolta. Stundum ruglast þeir inn í umfjöllun um aðrar íþróttir en þá er þar verið að fjalla um aðrar boltaíþróttir eins og körfubolta eða handbolta.

Merkilegust er tölfræðin á bak við allt þetta. Næstvinsælasta íþrótt á Íslandi er golf. Hlutfall umfjöllunar um þá íþróttagrein í fjölmiðlum er þó bara um 7%.
Fótboltinn er orðinn þannig að þetta er ekki íþróttagrein lengur. Fótbolti er bara iðnaður, viðskipti, bissness. Undir þetta tekur enginn annar en Bjarni Felixson í viðtali nýlega. Maður spyr sig hvort samfélagið á að taka þátt í því að þjálfa upp fótboltagaura fyrir erlendan iðnað. Kosta undir þetta velli, húsnæði og fleira. Framleiðsla á gladiatorum nútímans fyrir hringleikahúsin. Það fyndasta er þó þegar fótboltaáhugamenn eru að veðja á úrslit leikja erlendis, haldandi að þar fari allt fram með eðliegum hætti. Skilja samt ekkert í hvað úrslitin geta verið skrítin. Öðru hverju sést síðan í toppinn á svindlísjakanum, sem flýtur að mestum hluta undir yfirborðinu. Dómarar, leikmenn og heilu liðin reynast sek um að hagræða úrslitum. Auðvitað kemst bara upp um smá brot þessara svika. Þetta er bara bissness, auðvitað er úrslitum hagrætt þegar hægt er að græða á því stórar upphæðir, hundruðir milljóna jafnvel þúsundir.

Við munum væntanlega halda uppteknum hætti og birta „Leynilistann 2007“, jafnvel með myndum, um leið og hann verður gerður opinber. Við höfum nefnilega áhuga umfjöllun um allar íþróttir, ekki bara siglingar.

__/)

Íþróttamenn ársins 2007 verða kynntir á Grandhótel þann 28 Desember næstkomandi.

Share this Post