Jólagleði og uppskeruhátíð SÍL

/ desember 13, 2016

Loksins er komið að því! Uppskeruhátíð SÍL verður haldin í hádeginu (12-14)laugardaginn 17. desember í Cafe Easy, Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Í boði er létt jólahlaðborð á aðeins 1500 kr.

Veitt verða verðlaun þeim sem hafa skarað framúr á árinu. Meðal verðlauna sem veitt verða eru: siglingamaður og -kona ársins, kayakmaður og -kona ársins, sjálfboðaliði ársins og mesta siglingaefnið. Einnig verður Íslandsbikarinn afhentur. Kjörið tækifæri fyrir siglinga- og kayakfólk til að koma saman og eiga notalega stund áður en það dembir sér í jólaösina. Hægt er að tilkynna þátttöku á sil@silsport.is eða á facebook-síðu SÍL, en það hjálpar okkur að áætla fjölda matargesta. Allir hjartanlega velkomnir.
https://www.facebook.com/events/213238242463387/

silmatur

Share this Post