Kænudeildinni vex fiskur um hrygg

/ júlí 25, 2007

Mikil vinna hefur verið lögð í að bæta kænudeildina í Nauthólsvík undanfarin misseri. Kænuflotinn hefur stækkað og batnað. Nýlega fékk kænudeild Brokeyjar afhenta 6 splúnkunýja Otimista til kennslu fyrir byrjendur og lengra komna…


Auk Optimistanna er kænudeildin með 3 Topper Topas, 1 gamlan góðan Laser og annar á leiðinni. Sigurvon, Secretbátur félagsins, er líka notuð í kennslunni. Siglingafélagið Ýmir lánaði kænudeild gæslubát og erum við þeim afskaplega þakklátir fyrir það. Fullt er á þau námskeiði sem núna eru í gangi. Eitthvað er laust á næstu námskeið. Svo er möguleiki að bæta við námskeiðum. Við hvetjum alla félagsmenn til að líta vel í kringum sig eftir efnilegum nemendum. Tekið er við skráningum í síma 661 3804. Svo er alveg tilvalið fyrir eldri félagsmenn að kíkja við og fá að taka í kænu.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>