Kænunámskeið 2011

/ maí 18, 2011

Haldin verða námskeið fyrir krakka á aldrinum 10-15 ára í sumar. Mikil áhersla verður lögð á siglingaíþróttina á þessum námskeiðum. Eftir námskeið gefst tækifæri á reglulegum æfingum til skemmtunar eða keppni.

Meðal atriða sem verður farið yfir eru:
Farið verður í helstu atriði hvað varðar siglingar, öryggisatriði og almenna sjómennsku.

Þetta námskeið er fyrir byrjendur sem og lengra komna

Bátakostur:
Kennt er á Optimist, Laser og Topper Topaz .

Tími:
Kennt er frá kl. 13:00 til 16:00, mánudaga til föstudaga.

Staðsetning:
Nauthólsvík, Reykjavík. (húsið fyrir ofan Ylströndina)

Annað:
Hámarksfjöldi á hvert námskeið: 14 þáttakendur.
Allir eiga að mæta með nesti. Föstudagar eru grilldagar en þá grillum við gómsætar pylsur út í garði.

Fatnaður:
Regnfatnað og strigaskó (sem má blotna). Ekki mæta með stígvél.
Aukafatnað, handklæði og sundföt eru einnig æskileg.

Verð:
Verð fyrir námskeiðið er 8.000 kr. (námsefni er innifalið).

Skráning
Hægt er að skrá sig með því að fylla út skráningarformið.
Þegar staðfesting berst skal ganga frá greiðslu með millifærslu, annars er plássið ekki frátekið.

Reikningur: 1175-26-11609 Kennitala: 681174-0449

Hægt að senda fyrirspurn á: skraning@brokey.is og fá upplýsingar í síma 895 1551

Boðið er upp á eftirfarandi námskeið:

  • 30. maí – 3. júní
  • 6. júní – 10. júní
  • 20. júní – 24. júní
  • 27. júní – 1. júlí
  • 4. júlí – 8. júlí

Foreldrar eru hvattir til að skrá börn sín tímalega.

 

Share this Post