Kænunámskeið 2012

/ maí 7, 2012

Siglinganámskeið í Nauthólsvík

Í sumar verða haldin námskeið fyrir krakka á aldrinum 10-15 ára. Mikil áhersla verður lögð á siglingaíþróttina. Eftir námskeið gefst tækifæri á reglulegum æfingum til skemmtunar eða keppni.

Meðal atriða sem farið verður yfir:

Öll helstu atriði sem varða siglingar, öryggisatriði og almenna sjómennsku. Þessi námskeið er fyrir byrjendur sem og lengra komna.

Bátakostur:

Kennt er á Optimist og Topper Topaz .

Tími:

Mæting kl. 13:00 og við erum búin kl. 16:00, mánudaga til föstudaga.

Staðsetning:

Nauthólsvík, Reykjavík. (húsið fyrir ofan Ylströndina)

Annað:

Hámarksfjöldi á hvert námskeið: 16 þátttakendur. Allir eiga að mæta með nesti nema á föstudögum því þá grillum við gómsætar pylsur út í garði. (innifalið)

Fatnaður:

Regnfatnaður og strigaskór (sem mega blotna). Ekki koma með stígvél. Aukafatnaður, handklæði og sundföt eru einnig æskileg.

Verð:

Verð fyrir námskeiðið er 8.000 kr. (námsefni er innifalið).

Skráning

Tekið er við skráningu í gegnum formið hérna. Þegar staðfesting berst skal ganga frá greiðslu með millifærslu, annars er plássið ekki frátekið. Reikningur: 516-26-11609 Kennitala: 681174-0449 Hægt að senda fyrirspurn á: skraning@brokey.is og fá upplýsingar í síma 895 1551

Boðið er upp á eftirfarandi námskeið:

4. júní – 8. júní
11. júní – 15. júní
18. júní – 22. júní
25. júní – 30. júní
16. júlí – 20. júlí
23. júlí – 27. júlí

Foreldrar eru hvattir til að skrá börn sín tímalega.

 

Share this Post